International Union of Tenants
(IUT) eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni fyrir leigjendasmtök um víða veröld.
IUT var stofnað árið 1926 í Zürich í Sviss. Frá árinu 1956 hefur aðalskrifstofan verið í Stokkhólmi í Svíþjóð og hefur verið umboðsskrifstofa í Brussel frá árinu 2008.
Það eru 74 aðildarfélög í 51 landi og erum fjármögnuð með félagsgjöldum. Leigjendasáttmálinn er leiðbeinandi í öllu alþjóðasamtaka leigjenda.
Það þarf að taka á húsnæðismálum á svæðisbundið, á landsvísu og á alþjóðavettvangi. Hagkvæmt og traust húsnæði er einn af hornsteinum friðar og öryggis og grundvallarstoð í öllum lýðræðisþjóðfélögum. Öryggi í húsnæði er einnig nauðsynlegt fyrir hreyfanleika fólks. Skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði og heimilisleysi eru hafa mikil áhrif á félagslega einangrun.
Leigjendur ættu að eiga rétt á að taka þátt í ákvörðunum um allt það er varðar heimili þeirra.
Markmið IUT
- Stefnt að því að gera öllum grein fyrir réttinum til viðeigandi húsnæðis og trausts og heilsusamlegs nærumhverfis á viðráðanlegu og sanngjörnu leiguverði.
- Búsetulýðræði og réttur til þátttöku leigjenda.
- Trygging á leigu og leigutakmörkunum.
- Skattlegt hlutleysi óháð tegund umráða.
- Engin mismunun með tilliti til aldurs, kyns, kynþáttar, þjóðernis, fötlunar, kynhneigðar eða trúarbragða.
Starfsemi IUT
- Auðveldar og skipuleggur samstarf leigjendasamtaka, miðlar upplýsingum og reynslu.
- Miðlar fréttum í gegnum heimasíðuna.
- Gefur reglulega út fréttabréf
- Vinnur með stofnunum ESB og miðlar upplýsingum.
- Greinir og forgangsraðar stefnumálum.
- Skipuleggur og tekur þátt í málstofum, ráðstefnum og athöfnum.
- Skipuleggur vinnuhópa.
- Fylgir núverandi rannsóknum og lætur í té.
- Vinnur með aðildarfélögum að því að greina málefni og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða leigjendur og krefjast alþjóðlegrar samvinnu.
- Samræmir alþjóðlegan dag leigjenda, fyrsta mánudaginn í október á hverju ári.
- Samstarfsaðilar við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo sem efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) og miðstöð Sameinuðu þjóðanna um mannvist – Habitat, Naíróbí, Kenýa.
- Samstarfsaðilar við ENHR – European Network for Housing Research og APNHR – Asia-Pacific Network for Housing Research.
- Meðlimur í nokkrum ESB netkerfum og vinnuhópum sem tengjast húsnæði, þar á meðal European Housing Forum, og Housing Partnership for the EU Urban Agenda.
- Fyrir upplýsingar um samstarf, tengslanet og samtök og hópa sem við fylgjumst með, smelltu hér.
- IUT og meðlimir þess kynna einnig leigjendasáttmálann.
Aðalskrifstofa IUT er í Stokkhólmi, Svíþjóð. IUT hefur einnig sambandsskrifstofu ESB við ESB, í Brussel, Belgíu.
International union of tenants