Byggjum upp öflug samtök leigjenda, knýjum fram umbætur á húsaleigulögunum, lægri leigu og nægt framboð á húsnæði.
Leigjendasamtökin voru endurreist í Nóvember 2021. Sterk samtök leigjenda nauðsynleg sem andlag fjárfesta og stjórnvalda.
Leigjendasamtökin eru aðilar að alþjóðasamtökum leigjenda. Alþjóðasamtök leigjenda eru með aðsetur í Brussel.
Ef þú vilt vinna með samtökunum og taka þátt í að byggja um samtakamátt leigjenda sendu okkur línu.
Leigjendur verða að leggja hönd á plóg því aðeins þannig munum þeir ná nauðsynlegum árangri. Ráðandi öfl munu ekki koma leigjendum til bjargar.
Leigjendasamtökin sinna fjölbreyttum verkefnum. Við reynum að sýna frumkvæði, að vera lausnamiðuð og sýnileg.
Skráning í
Leigjendasamtökin er gjaldfrjáls.
Við sendum valfrjálsa greiðsluseðla einu sinni á ári.
Skráning í Leigjendasamtökin er
gjaldfrjáls.
Við sendum valfrjálsa greiðsluseðla einu sinni á ári.
Takk fyrir að skrá þig í samtök leigjenda á íslandi! Saman berjumst við fyrir betri kjör á leigumarkaði.
Takk fyrir að skrá þig.
Leigjendasamtökin stofnuð
Heimili á leigumarkaði
Af ráðstöfunar- tekjum leigjenda fara í leigu að meðaltali.
Leigjenda búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað
Aðalfundur Leigjenda-samtakanna verður haldinn þ. 9. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í félagsheimili Vorstjörnunar
Bolholti 6, 105 Reykjavík.
Dagskrá:
Niðurstöður úr nýrri
leigumarkaðskönnun HMS
hafa verið birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Þær sýna hvernig verulega hefur hallað undan leigjendum og óveðurskýin hrannast upp.
Mánaðarskýrsla HMS feb 2024
Bandaríski fjölmiðillin Shelterforce sérhæfir í umfjöllun um félagsleg málefni og húsnæðismál. Hér getur þú lesið um leiguþak, hvernig það virkar, kosti þess og galla.
Miðað við fjölmiðlaumfjöllun um húsnæðismál í Reykjavík er hreinlega hættulegt að reyna að koma sér í húsaskjól í borginni, ef þú ert er ekki greiðslufær á okur-leigumarkaði eða hefur þægileg pólitísk tengsl.
Leigjendasamtökin settu fram átta tillögur að ítrustu kröfum um úrbætur og aðgerðir fyrir launþega á leigumarkaði í samvinnu við húsnæðisnefnd ASÍ í undanfara kjarasamninga.
Kynntu þér tillögurnar
Leigjendur á Íslandi búa við hæsta hlutfall af íþyngjandi húsnæðiskostnaði og hæstu flutningstíðni á meðal leigjenda í Evrópu. Farið er yfir staðreyndir um stöðu leigejnda í þessu myndbandi
Horfðu á myndbandið
hér
Samkvæmt 53. grein húsaleigulaga hefur þú forgangsrétt á leiguhúsnæðinu og þú getur hafnað hækkunum. Þú tilkynnir það minnst þremur mánuðum fyrir endurnýjun samnings.
Húsaleigulög
Sendu okkur ljóð í komandi ljóðasafn. Ljóðið má vera á þínu móðurmáli.
Skilafrestur 1. ágúst 2023 á netfangið
ljod@sli.is
Leigjendasamtökin framkvæmd nýlega könnun á stöðu leigjenda.
Þátttaka var góð og niðurstöður afgerandi í mörgum félagslegum þáttum hjá leigjendum.
Skoðaðu niðurstöðurnar hér
Leigjendasamtökin hafa tekið saman helstu staðreyndir um íslenskan leigumarkað með tölum frá innlendum og erlendum stofnunum.
Lítill hluti foreldra getur aðstoðað börn sín við að kaupa sér íbúð. Leigjendur eru að eldast og leigumarkaðurinn bíður barnanna ykkar.
Hagnýtar upplýsingar fyrir leigjendur.
Ef þú ert í húsnæðisleit þá gætir þú fundið íbúðir á með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Leiguland safnar upplýsingum um laust leiguhúsnæði.
Finndu leigusamning og upplýsingar um skráningu á samningnum í leiguskrá Húsnæðis og mannvirkjastofnunar
Viltu fræðast um leigu- markaðinn og samanburð við önnur lönd. Hér er að finna upplýsingar um þróun og samanburð.
Þróun á leiguverði á verðsjá Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Þú getur leitað eftir stærð og staðsetningu
Leigureiknirinn reiknar út viðmiðunarverð fyrir húsaleigu.
Viðmiðunarverð Samtaka leigjenda byggir á útreikningum á kostnaði við kaup, viðhald og rekstur húsnæðis.
Grunnurinn er kaupverð íbúða samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár, en sú stofnun heldur utan um þinglýsta kaupsamninga. Jafnframt er byggt á almennum lánskjörum á fjármálamarkaði, kostnaðartölum stærri leigufélaga vegna greiðslufalls og rekstrar, viðhalds og opinberra gjalda.
Reiknað er með að leigusalar leggi til eigið fé til kaupanna og það ávaxtist eftir því sem íbúðaverð hækkar en að húsaleigan standi undir rekstri og endurgreiðslu lána á mislöngum tíma.
Með því að slá inn forsendur fyrir leiguhúsnæðinu sem þú býrð í eða ef þú ert í húsnæðisleit þá getur þú séð hvort upphæðin sem leigusamningurinn kveður á um er Óhagnaðardrifinn húsaleiga, Markaðsleiga eða Okurleiga.
Hér getur þú fræðst frekar um Leigureikninn.
Leigumarkaðurinn dregur niður lífskjör á Íslandi og við því verður að bregðast. Leigjendasamtökin hafa sett fram kröfur í 10 liðum.
Helstu kröfur eru:.
Undanfarin 15 ár hefur orðið umpólun í eignarhaldi á húsnæði á Íslandi. Ásókn fjárfesta skapa ósjálfbærar hækkanir á húsnæði.
Leigjendasamtökin krefjast þess að settar verðir hömlur á uppkaup fjárfesta á húsnæði.
Frá árinu 2011 hefur húsaleiga hækkað langt umfram allar hagstærðir í landinu og langt umfram samfylgni hagstærða á meginlandi Evrópu.
Leigjendasamtökin krefjast að komið verði á kostnaðar- tengdri húsaleigu og leigubremsu.
Leigjendur flytja á milli heimila að meðaltali þrisvar á hverjum fimm árum. Stór hluti leigjenda þarf að flytja á milli hverfa og sveitarfélaga
Leigjendasamtökin krefjast að allir húsaleigusamningar verði ótímabundnir.
Félagslega og óhagnaðardrifinn leigumarkaður á Íslandi er einn sá allra minnsti í Evrópu. Mikilvægt er að stór hluti húsnæðis sé óhagnaðardrifinn.
Leigjendasamtökin krefjast átaks í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu húsnæði.
Undanfarin 15 ár hefur orðið umpólun í eignarhaldi á húsnæði á Íslandi. Ásókn fjárfesta skapa ósjálfbærar hækkanir á húsnæði.
Leigjendasamtökin krefjast þess að settar verðir hömlur á uppkaup fjárfesta á húsnæði.
Frá árinu 2011 hefur húsaleiga hækkað langt umfram allar hagstærðir í landinu og langt umfram samfylgni hagstærða á meginlandi Evrópu.
Leigjendasamtökin krefjast að komið verði á kostnaðar- tengdri húsaleigu og leigubremsu.
Leigjendur flytja á milli heimila að meðaltali þrisvar á hverjum fimm árum. Stór hluti leigjenda þarf að flytja á milli hverfa og sveitarfélaga
Leigjendasamtökin krefjast að allir húsaleigusamningar verði ótímabundnir.
Félagslega og óhagnaðardrifinn leigumarkaður á Íslandi er einn sá allra minnsti í Evrópu. Mikilvægt er að stór hluti húsnæðis sé óhagnaðardrifinn.
Leigjendasamtökin krefjast átaks í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu húsnæði.
Barátta leigjenda fyrir öryggi og jafnræði er án landamæra og er allstaðar sú sama.
Um allan heim skipuleggja leigjendur sig til að tryggja og auka réttindi sín.
Kynntu þér helstu baráttumál leigjenda
hér.
Leigjendafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1919, meðal stofnenda var Jónas Jónsson frá Hriflu sem lengi gegndi formennsku og var það fyrsta hagsmunafélag leigjenda á Íslandi.
1978 stofnaði hópur áhugafólks um réttlæti og öryggi á leigumarkaði Leigjendasamtökin sem störfuðu fram til 2009. Jón Frá Pálmholti var lengst af formaður þeirra.
Húsaleigulögin eru í endurskoðun en þau veita vernd fyrir leigjendur í ákveðnum aðstæðum.
Það er mikilvægt fyrir leigjendur að þekkja réttindi sín þegar ágreiningur rís.
Hér að neðan getur þú fræðst um helstu réttindi leigjenda.
Húsaleigulög 36/1994 gilda um leigusamninga um afnot af íbúðarhúsnæði.
Mikilvægir þættir laganna er varðar leigjendur eru:
1. Forgangsréttur leigjenda og réttur til að hafna samningshækkun. 51.-53. gr.
2. Að leigusamband án leigusamnings er ígildi ótímabundins samnings. 10. gr.
3. Réttur til niðurfellingu leigu vegna ónæðis eða skertrar notkunar á hinu leigða. 17. og 20. gr.
Nefndin kveður upp bindandi úrskurði í málum á grundvelli húsaleigulaga um húsaleigu- samninga sem gerðir eru eftir gildistöku núverandi laga.
Aðilum eldri leigusamninga er þó heimilt að semja um að núverandi lög gildi um samninga þeirra.
Hægt er að leita í fyrri úrskurðum
hér.
Enginn kærufrestur er hjá kærunefndinni.
Neyendasamtökin halda úti aðstoð við leigjendur. Á heimasíðu hennar er að finna svör við ýmsum
algengum spurningum.
Á heimasíðunni er líka finna ítarefni um húsaleigumál.
Leigjendaaðstoðin er með símatíma á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 12:30 og 15:00.
Síminn er
545 1200
Á sama tíma og Leigjendasamtökin munu berjast áfram fyrir betri réttarvernd fyrir leigjendur er mikilvægt fyrir þá að þekkja réttindi sín og beita þeim fyrir sig í hvívetna.
Samantekt á helstu atriðum húsaleigulaga
Hagsmunabarátta leigjenda hefur allstaðar skipt sköpun í velferð þeirra. Í þeim löndum þar sem réttindi eru tryggð og þar sem leigjendur búa við öryggi og jafnræði eru starfandi öflug hagsmunasamtök leigjenda.
"það er verið að leigja fólki hreysi" Algengt að fólk hrekjist úr húsnæði vegna hækkana.
11. Desmber 2022 . Vilborg Oddsdóttir, Már Wolfgang Mixa • RÚV
Leigjendasamtökin hafa tekið saman helstu staðreyndir um íslenskan leigumarkað.
Hagtölurnar eru frá innlendum og erlendum stofnunum.
Kynntu þér fleiri staðreyndir um íslenskan leigumarkað.
Þú getur nálgast afrit af skýrslunni
hér
Jón Kjartansson Frá Pálmholti var frumkvöðull í hagsmunabaráttu leigjenda. Hann var stofnfélagi í leigjendasamtökunum sem voru stofnuð 1978 og formaður þeirra í alls 19 ár.
Jón var ljóðskáld og virtur sem slíkur.
Hann ritaði fjölmargar greinar um málefni leigjenda og gerði stöðu þeirra góð skil.að
Pálmholt - Byggingafélag leigjenda er stofnað í maí 2023 af Leigjendasamtökunum. Er félaginu ætlað að þróa fasteigna- verkefni fyrir óhagnaðadrifinn leigu og kaupréttarmarkað.
Fyrirmyndin er sótt til nágrannalandana, þar sem stór hluti uppbyggingar á húsnæði fer fram í samvinnufélagsformi og undir væng óhagnaðadrifinna leigufélaga sem leigir út húsnæði á kostnaðarverði.
Markmiðið er að þróa fasteignaverkefni sem raungerast í félögum eða sjálfseignarstofnunum sem munu eiga og reka íbúðirnar, en þannig verður komið í veg fyrir að þær endi á frjálsum kaup eða leigumarkaði.
Með þessu fyrirkomulagi þá verða íbúðirnar í eigu leigjenda eða þeirra sem eiga kauprétt. Leigan mun eingöngu og ávallt endurspegla raunkostnað við uppbyggingu og rekstur.
Vertu með í að skapa nýja framtíð á íslenskum húsnæðismarkaði og skráðu þig í Leigjendasamtökin.
Hér getur þú fræðst um Pálmholt og um húsnæðis og byggingasamfélög
Við erum risin upp og ætlum að berjast fyrir réttindum okkar og hagsmunum. Leigjendur þurfa í raun að berjast í bökkum fyrir lífi sínu. Þannig er staðan. Þegar fólk borgar orðið 2/3 af launum sínum í húsaleigu er það að berjast fyrir lífi sínu og barnanna sinna.
Magga Stína.
,,Leigjendur, það eina sem getur breytt þessu hræðilega ástandi á leigumarkaði er samstaða og aðgerðir. Stjórnvöld félags, velferðar- og húsnæðismála hafa fyrir löngu stimplað sig út og hafa reynst vera gagnslaus í því samhengi"
Guðmundur Hrafn.
„Árum saman hefur stefnt í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu síðari ára. Árum saman höfum við reynt að koma á leigubremsu. Árum saman höfum við bent á að helsti drifkraftur verðbólgu er framboðsskortur á húsnæði. Árum saman höfum við reynt að fá lífeyrissjóði til að fjárfesta í uppbyggingu á húsnæðismarkaði"
Ragnar Þór.
Leigjandinn - lífið á leigumarkaði er þáttur á Samstöðinni um málefni sem snerta leigjendur.
Horfðu á þættina
hér
Samfélag leigjenda á samfélagsmiðlum er lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti, upplýsingar um atvik og stöðu leigjenda sem og hugmyndir að bættari velferð. Vertu með í samtalinu og leggðu þitt af mörkum í að styrkja rödd leigjenda.
SAMTÖKIN
SAMFÉLAGSMIÐLAR
Takk fyrir að skrá þig á póstlista.
SAMTÖKIN
SAMFÉLAGSMIÐLAR
Takk fyrir að skrá þig á póstlista.